Stundum er ég svo hrædd um að systir mín verði alkóhólisti þótt hún sé skyn- söm. Hún er bara á svoleiðis aldri.
Ég er elstur og þarf að passa uppá litla bróður minn
Við erum ekki vandamálið en við glímum við það
Tilvitnaðar setningar eru úr skýrslu sérfræðihóps SÁÁ og umboðsmanns barna frá 2014 þar sem leitað var eftir sjónarmiðum barna alkóhólista.

„Ég er elstur og þarf að passa uppá litla bróður minn“
Þessi ummæli eru úr skýrslu um aðstæður barna fólks sem glímir við áfengis- og vímuefnavanda. Börnin eru eins og hver önnur börn, nema að þau búa við álag, óöryggi og ófyrirsjáanleika. Börn sem alast upp við slíkar aðstæður eru í áhættuhópi fyrir ýmsum tilfinningalegum, líkamlegum, félagslegum og námslegum vandamálum. Þau eru líklegri en önnur börn til að ánetjast sjálf vímuefnum og eru í áhættuhópi fyrir misnotkun og vanrækslu. „Stundum er ég svo hrædd um að systir mín verði alkóhólisti þótt hún sé skyn- söm. Hún er bara á svoleiðis aldri.“

SÁÁ veitir börnum alkóhólista ódýra og vandaða sálfræðiaðstoð. Sú fræðsla á stóran þátt í að hjálpa börnunum til að takast á við erfiðleika sem fylgja því að búa við áfengis- og vímuefnavanda. Þau segja fræðsluna skipta sér- staklega miklu máli og finnst erfitt að hugsa til þess hvernig líf þeirra væri ef hún hefði ekki komið til. Eftir að þau fengu aðstoð segjast þau hafa áttað sig á því að þau væru ekki ein í þeirri stöðu að eiga aðstandanda sem glímir við fíknsjúkdóm og fylgdi því viss léttir.

„Ég ákvað að spjalla við skólastjórann og hann benti mér á hjúkkuna og hún benti mér á sálfræðiþjónustu SÁÁ og þess vegna er ég hér.“
Sálfræðiþjónusta SÁÁ fyrir börnin væri ekki möguleg nema með fjárhagslegum stuðningi vina okkar og velunnara. Þessi þjónusta er einn mikilvægasta þátturinn í starfi SÁÁ og við höfum þess vegna ráðið einn sálfræðing til við- bótar til að sinna henni.
„Við erum ekki vandamálið en við glímum við það“

Með sálfræðiþjónustu SÁÁ hjálpum við börnum sem búa við þessar aðstæður til að takast á við tilfinningavanda á borð við reiði, depurð, kvíða, þunglyndi, höfnunartilfinningu, sektarkennd, skömm, stjórnleysi á eigin tilfinning- um og neikvæðri sjálfsmynd, svo og á félagslegri einangrun og erfiðleikum með tengsl og tengslamyndun.

Ég vonast til að geta átt stuðning þinn vísan svo við getum haldið áfram að veita börnunum þessa mikilvægu þjónustu.


Með fyrirfram innilegri þökk
Anna Hildur Guðmundsdóttir
formaður SÁÁ
saa@saa.is

Styrktu sálfræðiþjónustu SÁÁ fyrir börn alkóhólista.

SÁÁ veitir börnum alkóhólista ódýra og vandaða sálfræðiaðstoð. Sú fræðsla á stóran þátt í að hjálpa börnunum til að takast á við erfiðleika sem fylgja því að búa við áfengis- og vímuefnavanda.


SÁÁ uppfyllir skilyrði fyrir almannaheillaskrá og því er heimild að draga styrki til SÁÁ frá upphæð kr. 10.000 til allt að kr. 350.000 frá skattskyldum tekjum